Sveitarfélögin niðurgreiði farþega- og lendingargjöld vegna millilandaflugs til Norðurlands

Erindi frá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi var tekið fyrir í bæjarráði Dalvíkurbyggðar, er varðar beiðni um stuðning vegna kostnaðar við verkefni Flugklasans Air 66N, samstarfsverkefni um beint millilandaflug til Norðurlands í gegnum Akureyrarvöll. Sótt er um stuðning vegna verkefna Air 66N sem felast m.a. í niðurgreiðslum á farþega- og lendingargjöldum, þróunarverkefnum, markaðssetningu og markaðsstuðning, sjá meðfylgjandi erindi og viðskiptaáætlun. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélaga að þessu verkefni með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa í 3 ár en að loknum þeim tíma er gert ráð fyrir að komið sé á reglulegt millilandaflug um Akureyrarvöll, flugið standi undir sér og áætlanir Air 66N hafi náð fram að ganga.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt framlag kr. 300 framlag á hvern íbúa sveitarfélagsins í 3 ár sem eru tæpar kr. 600.000 fyrir hvert ár.