Sveitarfélagið Skagafjörður vill kaupa hlut Byggðastofnunar

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur látið gera verðmat á húsinu við Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki, en það er meðal annars Ráðhús og skrifstofur sveitarfélagsins. Húsið er alls 905 fermetrar.  Eigendur hússins eru Sveitarfélagið Skagafjörður 63,48%, Byggðastofnun 35% og Akrahreppur 1,52%. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill skoða hvort Byggðastofnun vilji selja Sveitarfélaginu Skagafirði sinn 35% hlut í húsinu.