Auglýst er eftir verkefnastjóra í 100% starf á stjórnsýslu- og fjármálasviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Starfið felur í sér úrvinnslu, flokkun og greiningu skjala, verkefni á sviði opinberrar stjórnsýslu og önnur verkefni sem heyra undir sviðið.

Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi, mjög gott vald á íslensku, reynslu við greiningu skjala og úrvinnslu þeirra og þekkingu á opinberri  stjórnsýslu.

  • Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
  • Umsóknarfrestur til 22. janúar 2013.
  • Laun eru samkvæmt kjarasamningi BHM.

Skila skal rafrænum umsóknum, helst í Íbúagátt sveitarfélagsins eða hér á heimasíðu sveitarfélagsins.

Upplýsingar veitir Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs  margeir@skagafjordur.is