Sveitakeppni Golfsambands Íslands lauk um helgina. Karlasveit Golfklúbbs Sauðárkróks keppti í fjórðu deild, sem fram fór á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Eftir harða baráttu sigraði sveit Dalvíkinga, Selfyssingar urðu í öðru sæti en sveit Sauðárkróks í því þriðja. Dalvíkingar og sveit Golfklúbbs Selfoss keppa því í þriðju deild að ári en Sauðkrækingar verða áfram í fjórðu deild.
Úrslit í 4. deild urðu þessi:
- 1. Golfklúbbur Dalvíkur
- 2. Golfklúbbur Selfoss
- 3. Golfklúbbur Sauðárkróks
- 4. Golfklúbbur Bakkakots
- 5. Golfklúbburinn Geysir
- 6. Golfklúbbur Þorlákshafnar
- 7. Golfklúbburinn Þverá (fellur í 5. deild)
- 8. Golfklúbburinn Sandgerði (fellur í 5. deild)