Sveit Golfklúbbs Fjallabyggðar (GFB) sigraði 3. deild karla í Íslandsmóti golfklúbba 50 ára+. Mótið fór fram í Vestmannaeyjum dagana 19.-20. ágúst. Sveit GFB vann alla sína leiki í riðlakeppninni og undanúrslitum. Úrslitaleikinn um fyrsta sætið léku þeir gegn Golfklúbbi Grindarvíkur. Leikurinn endaði með sigri GFB 2-1.
Sveitina skipuðu þeir Fylkir Þór Guðmundsson, Grímur Þórisson, sem jafnframt var liðstjóri, Sigurbjörn Þorgeirsson og Þorleifur Gestsson.
Golfklúbbur Grindavíkur endaði í 2. sæti og Golfklúbbur Hveragerðis fékk þriðju verðlaun. Alls tóku 8 golfklúbbar þátt í 3. deild karla í +50 ára flokknum að þessu sinni.
May be an image of 4 manns, people standing og útivist
Mynd: GFB.