Sveit Golfklúbbs Fjallabyggðar á Íslandsmótinu á Grundarfirði

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna fer fram á Bárarvelli í Grundarfirði nú um helgina. Sveit Golfklúbbs Fjallabyggðar er að gera góða hluti og hefur unnið alla sína leiki og mun spila um 1. sætið á morgun gegn Nesklúbbnum. Bárarvöllur í Grundarfirði er 9. holu völlur í einstaklega fallegu umhverfi.
Sveitina skipa þær:
Björg Traustadóttir
Brynja Sigurðardóttir
Dagný Finnsdóttir
Rósa Jónsdóttir
Sara Sigurbjörnsdóttir.
May be an image of náttúra