Sveinn Þór ráðinn þjálfari Dalvíkur

Sveinn Þór Steingrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Dalvíkur/Reynis sem spilar í 3. deild karla í knattspyrnu, og hefur hann skrifað undir tveggja ára samning. Sveinn tók við liðinu af Atla Má um mitt sumar 2017 og sýndi af sér mikla fagmennsku og mikinn metnað í því að koma félaginu á hærri stall. Hann er ungur og efnilegur þjálfari, fæddur árið 1984.  Hann lék tvo bikarleiki með Dalvík/Reyni í byrjun sumars, og þjálfaði liðið síðustu 9 leiki sumarsins. Hann lék um tíma með Grindavík og á leiki í efstu deild karla. Hann lék einnig með Hamar í Hveragerði, GG, Þrótti Vogum, Magna og Njarðvík. Hann hefur leikið 87 leiki með meistaraflokki og skoraði í þeim 11 mörk.