Sveinn Margeir Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Knattspyrnumaðurinn Sveinn Margeir Hauksson hefur verið valinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2020. Stutt athöfn var haldin í beinni útsendingu nú síðdegis. Þar kom fram að fáum atkvæðum hefði munað á toppsætunum í ár.

Á þessu ári var Sveinn kjörinn efnilegasti leikmaður KA og lék 18 leiki í deild og bikar og skoraði eitt mark. Hann hlaut einnig á dögunum Böggubikarinn sem er farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára sem þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi.

Tilnefningar voru:

Arnór Snær Guðmundsson – Blak
Borja López Laguna – Knattspyrna
Ingvi Örn Friðriksson – Kraftlyftingar
Svavar Örn Hreiðarsson – Hestar
Sveinn Margeir Hauksson – Knattspyrna