Svangur fálki át tvær dúfur á Siglufirði

Undanfarna daga hefur svangur fálki ráðist á dúfurnar á Siglufirði við Dúfnatorgið þar. Honum hefur tekist að drepa að minnsta kosti tvær dúfur svo vitað sé um.

Steingrímur Kristinsson gefur dúfunum reglulega á Siglufirði og náði þessari mynd af fálkanum.

Fálkar geta náð 60 cm lengd og vænghaf þeirra getur orðið 130 cm. Talið er að 300 – 400 pör af fálkum verpi á Íslandi. Aðalfæða fálka er rjúpur en hann veiðir einnig endur, svartfugla og vaðfugla.

15582212341_0bfa994904_z