Sváfu í frosti í Héðinsfirði

18 nemendur úr Menntaskólanum við Tröllaskaga í Ólafsfirði gengu að Vík í Héðinsfirði og gistu þar í tjaldi í eina nótt. Frost var um -4° um nóttina en þeir sem réðu ekki við kuldan gátu farið í slysavarnarskýlið á svæðinu. Nemendur þessir eru í útvistar- og fjallamennskuáföngum og er þessi ferð farin árlega í misjöfnu veðri.  Á bakaleiðinni gengu nemendur svo að Fjarðaránni og lærðu að þvera straumvatn og reyndi kuldinn þar talsvert á. Fleiri myndir má sjá á vef mtr.is.

14449821_10209639492777131_8499807540831299757_n 14359003_194226117667034_8899944467121844348_n 14364809_10209639494417172_7924058062164686007_n 14390736_194226221000357_7324537215713599138_n 14344968_194225427667103_7613805336593069164_n