Sushi námskeið í Höllinni Ólafsfirði

Veitingahúsið Höllin í Ólafsfirði ætlar að halda Sushi námskeið í samstarfi við Magnús Jón þann 27. október næstkomandi kl. 18:00. Aðeins örfá sæti í boði á þetta námskeið sem tekur um 3 klst. Námskeiðið kostar aðeins 8490 kr. á mann og er allt innifalið sem þarf í sushi gerðina.

Hefur þig alltaf langað að læra réttu handtökin við hina japönsku list að búa til Sushi?

Hafið samband við Höllina / Hildi Gyðu og skráið ykkur á skemmtilegt og gómsætt námskeið.