Súpufundur með afþreyingar- og ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með afþreyingar- og ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð fimmtudaginn 22. nóvember frá kl. 18:00 – 20:00.
Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.  Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi á fundinum.  Skráning er á vef Fjallabyggðar.

Dagskrá:

Kl. 18:00-18:10   Markaðsstefna Fjallabyggðar
Kl. 18:10-18:25    Komur skemmtiferðaskipa
Kl. 18:25-18:40   Niðurstöður ferðavenjukönnunar sumarið 2017
Kl. 18:40-19:00   Samstarfs ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð
Kl. 19:00-19:30   Kynningar ferðaþjónustuaðila
Kl. 19:30-20:00  Umræður

Fundarstjóri: Ólafur Stefánsson