Dagskráin heldur áfram í dag, sunnudaginn 6. ágúst á Síldarævintýrinu á Siglufirði. Í dag verður klifurveggur fyrir ungmenni. Sundlaugardiskó sem er frítt fyrir yngri en 18 ára. Sunnudagskaffi með Óttari Proppé í Alþýðuhúsinu. Tónleikar á Ljóðasetrinu. Barnatónleikar með Ástarpungunum á Rauðku. Siglósögurölt með leiðsögn gegn greiðslu. Brugghúskynning á Segli 67.  Ganga í Hvanneyrarskál með leiðsögn og gegn greiðslu. Síðasti viðburður dagsins er svo Músíkbingó á Kaffi Rauðku.

Góða skemmtun í Fjallabyggð.