Sunnudagur á Síldarævintýri

Síldarævintýri á Siglufirði heldur áfram í dag og er þetta lokadagurinn. Ungmennafélagið Glói stendur fyrir hlaupi fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára á gamla malarvellinum, bílar verða til sýnis hjá Slökkvistöð Fjallabyggðar, viðburðir vera á Ljóðasetrinu og kassaklifur við Klifurturninn. Hoppukastalarnir verða á Blöndalslóð.

Sunnudagur 4. ágúst

10.00 – 12.00 Hjarta Bæjarins Prjónakaffi Prjónað, spjallað og notið stundarinnar
11.00 – 12.00 Ljóðasetrið Gamansagnaganga Gengið um söguslóðir og hlegið
12.00 – 14.00 Klifurturninn Kassaklifur og sig 13 ára og eldri – Í boði Rammans
12.00 – 15.00 Bókasafnið Opið hús Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar 35 ára
12.00 – 18.00 Miðbærinn Lifandi tónlist Ýmsir tónlistarmenn spila og syngja
12.30 – 13.30 Malarvöllur Hlaup Umf Glóa Fyrir krakka 6 – 13 ára
13.00 – 15.00 Slökkvistöð Bílasýning Bílar Slökkviliðs Fjallabyggðar til sýnis
14.00 – 14.40 Ljóðasetrið Tónleikar fyrir börn Tóti Trúbador og gestur
15.00 – 18.00 Blöndalslóð Hoppukastalar opnir Smástrákar sjá um gæslu
16.00 – 17.00 Ljóðasetrið Tónleikar og ljóð Sveinbjörn I. Baldvinsson + gestir
16.30* Segull 67 Brugghúskynning Hvernig verður bjórinn til og smakkast?
21.30 – 01.00 Kveldúlfur Bjór og Búsbingó Húsið opnar kl 21.00. Áfengistengdir vinningar
23.00- Veitingast. Torgið Skemmtileg tónlist Skemmtileg tónlist og barinn opinn