Sunnudagsveisla í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Sunnudaginn 10. október kl. 14.00 opnar J. Pasila sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Ókunnugur. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 – 17.00 til 24. október. J Pasila hefur sýnt verk sín bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Þann sama dag kl. 15.30 verður Lydia Athanasopoulos með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki um rebetika sönghefð Grikklands. Athugið að erindið er á ensku.

Lydia Athanasopoulou, tónlistarblaðakona og þáttagerðakona fyrir útvarp, fer með okkur í ferðalag aftur í tíma að upphafi 20. aldar, og í hafnir Smyrna og Piraeus. Við munum heimsækja leynilega klúbba og reykkompur í fylgd ljósmynda, myndbanda og rispaðra fónógraf tóna, uppgötva rebétes, mághes og mórtisses. Við munum heyra þau syngja um ást, missi og undirheima, horfa á þau dansa sorgirnar af sér, og komast að því hvernig reykvafin tónlistar-undirmenning skilgreindi heila þjóð.

Nánari upplýsingar um listamennina má finna á vef Fjallabyggðar.