Sungu til sólarinnar á Siglufirði

Á föstudaginn síðastliðinn sungu nemendur á yngra stigi Grunnskóla Fjallabyggðar lög til sólarinnar. Sú hefð hefur haldist til margra ára að syngja til sólarinnar á sólardegi Siglufjarðar og hélst sú hefð eftir að yngra stig skólans, Ólafsfjörður og Siglufjörður sameinuðust í Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.  Fyrsti sólardagur í Ólafsfirði er 25. janúar en 28. janúar er sólardagurinn á Siglufirði. Á þeim degi fara nemendur og kennarar upp að kirkjutröppum Siglufjarðarkirkju og syngju sólarlög.

Þá er einnig hefð fyrir því að fyrirtæki í Fjallabyggð kaupi sólarpönnukökur á þessum degi.

Sólin hverfur bak við fjöllin þann 15. nóvember hvert ár og sést ekki í rúma tvo mánuði vegna hárra fjalla er umlykja bæði Siglufjörð og Ólafsfjörð.