Sungið til sólar í Fjallabyggð

Áralöng hefð er fyrir því að halda uppá fyrsta sólardag í Fjallabyggð en sólin hverfur bakvið fjöllin í  rúmar 10 vikur og birtist á Siglufirði 28. janúar og 25. janúar í Ólafsfirði. Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar og Leikskóla Fjallabyggðar fjölmenntu á kirkjutröppurnar á Siglufirði í þessu tilefni og sungu lag til sólarinnar. Þá er hefð fyrir því að Sjálfsbjörg á Siglufirði selji pönnukökur til fyrirtækja og einstaklinga til styrkar félaginu.