Sundlaugum og íþróttahúsum lokað í Fjallabyggð í þrjár vikur

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis, að herða sóttvarnaráðstafanir vegna Covid 19 faraldursins og taka þær gildi á miðnætti í dag 24. mars.

Íþróttamannvirki Fjallabyggðar, íþróttahús og sundlaugar, munu því loka frá og með 25. mars og varir lokunin á meðan á samkomubanni stendur eða í þrjár vikur eða til 15. apríl næstkomandi.