Sundlaugin í Ólafsfirði vel nýtt á Pæjumóti

Sundlaugin glæsilega í Ólafsfirði var vel nýtt um Pæjumótið sem haldið var nýverið í Fjallabyggð.  Sundlaugin er 25 metrar með 8 brautum, tveir heitir pottar 38° og 40° og er annar meðnuddi.  Fosslaug og barnalaug eru vinsælar og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol.

Sundlaug Ólafsfjarðar var byggð í sjálfboðavinnu félaga í Íþróttafélaginu Sameiningu á árunum 1943 – 1945 og var síðan afhent Ólafsfjarðarbæ og hún vígð sunnudaginn 1. júlí 1945. Fyrst til að stinga sér í sundlaugina var Freydís Bernharðsdóttir þá 10 ára. Árið 2010 var sundlaugin og svæðið endurnýjað og er nú mjög barnvæn og frábær viðkomustaður fyrir íbúa og gesti.

14684318609_d7e3ddb4b3_z 14870620342_1f126743af_z 14847970526_580a51ec97_z 14847971436_616c1718ab_z 14684434567_87e69cbdec_z