Sundlaug Fjallabyggðar í Ólafsfirði opnar á ný eftir framkvæmdir en endurbótum er ekki að fullu lokið. Ákveðið hefur verið að opna sunnudaginn 3. júlí næstkomandi.
Framkvæmdir hófust 1. apríl og átti þeim að ljúka þann 31. maí síðastliðinn.
Fjallabyggð hefur beðist afsökunar á þeim töfum sem urðu á verkinu vegna afhendingar efnis við endurnýjun búningsklefa og þar með opnun sundlaugarinnar.
Síðar í sumar verður einnig farið í endurnýjun á efni í heitum pottum og lendingarlaugum. Sundlauginni verður ekki lokað á meðan þær framkvæmdir standa yfir. Aðeins þau ker sem unnið er með hverju sinni verður lokað fyrir notkun.