Sundlaugin í Hrísey 50 ára

Sundlaugin í Hrísey er 50 ára og af því tilefni verður frítt í sund frá kl. 13.00 – 16.00 í dag. Skralli trúður verður á staðnum og sýnir sundtökin og fleira. Emmessís gefur íspinna.

Opið verður í húsi Hákarla Jörundar frá kl. 14.00 – 16.00 og frítt inn.

Leikklúbburinn Krafla selur vöfflur, kaffi og safa á Hátíðarsvæði frá kl. 15.00.
Björgunarsveitin býður börnum upp á síðbúna sjómannadagssiglingu frá kl. 16.00.
Hægt verður að skoða slökkvibílinn. Þrautaleikur á svæðinu.

Stjórn Ferðamálafélagsins tekur til við að grilla hamborgara og pylsur kl. 19.00. Einnig verður hægt að fá hinn geysivinsæla Hvannarplokkfisk með þrumara og eitthvað verður til að væta kverkarnar með. Allt á vægu verði.

Sviðið verður meira og minna laust fyrir uppákomur og boðið verður upp á flugeldasýningu þegar dimma tekur.