Sundlaugin á Hofsósi fallegasta nýbyggingin

Nefnd á vegum Fréttablaðsins hefur valið sundlaugina á Hofsósi sem fallegust nýbygginguna á landinu.

Í nefndinni voru þau Elísabeth V. Ingvarsdóttir hönnunarfræðingur og kennari, Pétur H. Ármannsson arkítekt, Freyr Einarsson sjónvarpsstjóri 365 miðla og Sigrún Birgisdóttir deildarforseti hönnunar- og arkítektúrdeildar Listaháskóla Íslands.

Sundlaugin á Hofsósi, var  tekin í notkun árið 2010, en húsið smíðaði fyrirtækið SS verktaki og tók verkið um 17 mánuði.

Sundlaugin á Hofsósi