Sundlaugarnar í Fjallabyggð opna aftur

Sundlaugarnar í Fjallabyggð verða opnaðar á morgun, fimmtudaginn 15. apríl kl. 6:30 en ný reglugerð um sóttvarnir sem gildi tekur á miðnætti leyfir opnun sundlauga með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta.
Áfram eru sóttvarnir í heiðri hafðar og gestir hvattir til að vanda sig í þeim efnum. Fjöldatakmörk í potta eru 7 manns í einu. Í gufubaði mega tveir einstaklingar vera í einu og kalda kar einn einstaklingur í einu. Börn fædd fyrir 2015 eru talin með gestafjölda.

Enn er beðið eftir nánari fréttum af reglugerð varðandi líkamsræktarsali, en þeir verða áfram lokaðir í Fjallabyggð þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.