Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Ólafsfirði – Siglufirði

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar óskar eftir fólki í sumarafleysingar.

Um er að ræða vinnu við sundlaugavörslu, baðvörslu, hreingerningar og fleira. Unnið er á dag- kvöld- og helgarvöktum. Leitað er að starfsmanni með góða þjónustulund og sem á gott með að umgangast jafnt börn sem fullorðna. Æskilegt er að umsækjendur séu eldri en 18 ára.
Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sundstaða, skila heilbrigðisvottorði og sakavottorði. Umsóknareyðublöð fást í Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar og skal umsóknum skilað þangað fyrir 26.05.2013. Laun skv. Kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 863-1466.