Það verður notaleg stemmning í Glerárkirkju á Akureyri þegar ljúfir tónar frá frábærum listamönnum munu óma í kirkjunni sunnudaginn 2. júní á sumartónleikum Íþróttafélagsins Þórs. Sunnudaginn 2. júní stendur Íþróttafélagið Þór fyrir sannkölluðum stórtónleikum sem haldnir verða í Glerárkirkju. Þar munu fjölmargir þekktir listamenn stiga á stokk og syngja inn sumarið.
Fram koma: Kristján Jóhannsson, Örn Viðar Birgisson, Óskar Pétursson, Unnur Helga Möller, Hjalti og Lára Sóley og Marimbasveit Giljaskóla undir stjórn Ástu Magnúsdóttur.
Undirleikarar verða Jónas Þórir og Valmar Väljaots.
- Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
- Boðið verður uppá léttar veitingar í hléi.
- Miðaverða aðeins 4900 og forsala miða verður í Hamri.