Í dag kl. 17 verða sumartónleikar í Akureyrarkirkju.  Guðný Einarsdóttir leikur á orgel í Akureyrarkirkju. Guðný er einn af Íslands bestu orgelleikurum í dag en hún stundaði nám í Kaupmannahöfn og París. Undanfarin ár hefur hún leikið reglulega á orgel Hallgrímskirkju í tónleikaröðinni ,,Alþjóðlegt orgelsumar”, leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Ísland og leikið á tónleikum með fjölda annarra tónlistarmanna auk þess að leika inn á hljómdiska.

Frítt er inn á alla þessa tónleika í sumar.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju
7. júlí – 28. júlí 2013
27. starfsár / 27th year