Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 1. júlí kl. 17.00.

Dúó Stemma, þau Herdís Anna Jónsdóttir Dísa víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari fagna sumrinu með íslenskum þjóðvísum, þulum, ljóðum og hljóðum tengdum sumrinu. Þau flytja einnig skemmtilega hljóðsögu um vináttuna með hljóðfærum sínum.
Dúóið leikur á ýmis hefðbundin hljóðfæri eins og víólu og marimbu en einnig óhefðbundin á borð við hrossakjálka, íslenska steina og barnaleikföng.
Skemmtilegir og áhugaverðir tónleikar fyrir alla fjölskylduna!
Aðgangur ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum.