Sumarstörf á Norðurlöndum – Nordjobb

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Nordjobb og þar getur fólk á aldrinum 18-28 ára sem hefur ágætt vald á sænsku, norsku eða dönsku sótt um sumarstörf á Norðurlöndunum.

Nordjobb miðlar hefðbundinni sumarvinnu á öllum Norðurlöndunum. Þátttakendur fá lögbundin laun og greiða skatt í því landi sem þeir starfa. Það er ekki ókeypis að taka þátt í Nordjobb. Nordjobbarar þurfa að greiða allan kostnað sjálfir. Það felur í sér ýmsan ferðakostnað, farsímareikninga, húsaleigu, mat og annað. Það er ekki endilega hægt að reikna með því að hægt sé að standa eftir í gróða eftir Nordjobb tímabilið.

Umsóknartímabilið er frá 7. janúar til 31. maí en möguleikarnir á starfi eru meiri því fyrr sem umsóknin berst. Til að fá Nordjobb þarf umsækjandi að geta unnið að minnsta kosti heilan mánuð, en mælt er með að sækja um a.m.k. tvo mánuði til að auka líkur á starfi.

Nordjobb miðlar um 750 störfum á ári. Hlutverk Nordjobb er að auðvelda ungmennum sem hafa áhuga á að vinna á hinum Norðurlöndunum, að fá vinnu, útvega húsnæði og einnig er boðið upp á tómstundadagskrá á flestum þeim stöðum sem Nordjobb útvegar störf

Allar upplýsingar er að finna vef Nordjobb.

2012-no