Sumarstarf í Vínbúðinni á Siglufirði

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins auglýsir sumarstarf í vínbúðinni á Siglufirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í þjónustu, afgreiðslu, uppstillingu á vörum og vörumóttöku.

Hæfnikröfur
– Góð þjónustulund
– Stundvísi og dugnaður
– Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
– Sakavottorðs er krafist

Frekari upplýsingar um starfið

  • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
  • Starfstímabil er 20. júní til 11. ágúst.
  • Starfshlutfall er 63 – 65%
  • Umsóknarfrestur er til og með 07.06.2013

Nánari upplýsingar veitir
Eygló Möller – siglufjordur@vinbudin.is – 467-1262
Guðrún Símonardóttir – gudrun@vinbudin.is – 560-7700

Nánar hér.