Sumaropnun lokið í Ljóðasetrinu
Nú er hefðbundinni sumaropnun lokið á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. Opið verður um næstu helgi og eins er forstöðumaður ávallt reiðubúinn að taka á móti áhugasömum gestum, hvort sem er hópum eða einstaklingum. (Hægt er að hafa samband í síma 865-6543)
Nokkrir viðburðir verða svo í setrinu í haust m.a. í tengslum við ljóðahátíðina Haustglæður sem setrið stendur fyrir í samstarfi við Ungmennafélagið Glóa á Siglufirði.
Einnig er hægt að gerast stuðningsaðili setursins – Vinur ljóðsins – til að hjálpa til við reksturinn. Það gerir þú með 3.000 kr. framlagi á ári.