Ljóðasetur Íslands er nú opið alla daga frá 14-17 og að vanda er frítt inn og lifandi viðburðir kl. 16:00 á hverjum degi. Þétt dagskrá er næstu daga og eru íbúar og ferðamenn hvattir til að líta við hjá Þórarni á Ljóðasetrinu á Túngötunni á Siglufirði.  Þann 8. júlí næstkomandi verður Ljóðasetrið 10 ára og verður því fagnað með veglegum hætti dagana 8.-11. júlí. Fjöldi viðburða verður þessa daga og veitingar verða í boði fyrir gesti og gangandi. Nýtt og spennandi bókarými opnar í afmælisvikunni

Dagskrá í júní: 

16. júní Skáldkonan Hulda og ljóð hennar
17. júní Forstöðumaður flytur eigin lög við ljóð Siglfirðinga
18. júní Flutt verða lög við ljóð ýmissa skáldkvenna
19. júní Útgáfuhóf – Rit nr. 7 af 50 gamansögum frá Siglufirði
20. júní Flutt verða lög við ljóð eftir Vestfirðinga
21. júní Flutt verða sumarljóð í tali og tónum
22. júní Sigríður Helga Sverrisdóttir flytur ljóð sín
23. júní Þórarinn Hannesson flytur eigin ljóð
Dagana 24. – 28. júní verður safnið lokað en í staðinn verða sendir út viðburðir á fésbókarsíðu safnsins.