Súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Nýtt kaffihús hefur verið opnað á Siglufirði við Túngötu 40a. Þetta sérstaka kaffihús er í senn súkkulaðikaffihús, súkkulaðiverksmiðja og gallerí.  Eigandinn er listakonan Fríða Björk Gylfadóttir, Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2015.

Fréttamaður Héðinsfjarðar hafði samband við hana og spurði nánar um kaffihúsið og hvernig þessi hugmynd væri til komin.

Fríða segir hugmyndina hafa vaknað hjá manninum sínum þegar það hafi orðið breytingar á atvinnu hjá henni síðastliðið haust.

Ég hafði verið að búa til konfekt í áratug og þar sem atvinnutækifæri eru ekki mikil þegar maður er komin á sextugsaldurinn þá fannst manninum mínum þetta flott tækifæri til að skapa mér vinnu og þá við eitthvað sem ég hef gaman af. Ég tók hugmyndinni vel,  skellti mér á súkkulaði skóla í Belgíu  og er sem sagt búin að opna kaffihús.” – Segir Fríða Björk Gylfadóttir.

27621962640_467038c638_z 27621961790_48e4f73e0b_z 27798955482_026be28f37_z 27865343096_e5d78cb1c1_z 27865345856_a233afc575_z