Suðurpólsfari heimsækir Grenivíkurskóla

Kvenfélagið Hlín á Grenivík hefur ásamt öðrum undirfélögum Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga fengið Vilborgu Örnu suðurpólsfara til að heimsækja skólana í sýslunni. Vilborg mun koma í Grenivíkurskóla þriðjudaginn 19. mars og greina frá ferð sinni á pólinn í máli og myndum, auk þess sem hún segir frá því hvernig hún setti sér markmið og valdi sér jákvæð uppbyggjandi gildi til að halda út í erfiðum aðstæðum.