Styttist í Éljagang 2013 á Akureyri

Éljagangur er vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri, haldin í byrjun febrúar ár hvert.
Hátíðin að þessu sinni er haldin dagana 14.-17. febrúar 2013.

Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru þessa dagana að skipuleggja áhugaverðar ferðir tengdar vetrarútivist og upplýsingar um þær munu koma fram á síðunni www.eljagangur.is.

Að hátíðinni standa Akureyrarstofa, KKA Akstursíþróttafélag, Hlíðarfjall, Skíðafélag Akureyrar, Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Ungmennafélag Akureyrar.

Dagskránna má lesa hér.

eljagangur