Styrktartónleikar vegna Hornbrekku í Ólafsfirði

Bræðurnir Björn Þór, Stefán Víglundur og Guðmundur Ólafssynir ásamt undirleikaranum Elíasi Þorvaldssyni, halda söngskemmtun í Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 25. apríl næstkomandi og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.

Tónleikarnir eru til styrktar Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði og rennur allur ágóði af tónleikunum til Hornbrekku. Við viljum hvetja Ólafsfirðinga og Siglfirðinga til að mæta og með því að styrkja þetta góða málefni.

  • Aðgangseyrir 2.000 kr.
  • Eldriborgarar 1.500 kr.