Styrktartónleikar í Siglufjarðarkirkju

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20:00 verða tónleikar í Siglufjarðarkirkju til styrktar Björgunarsveitarinnar Stráka, til kaupa á sértækum skyndihjálpartöskum til að hafa í bílum sveitarinnar.

Glæsilegur hópur flytjenda mun koma fram á tónleikunum og flytja fjölbreytta dagskrá. Miðaverð er aðeins 2000 krónur.

Meðal flytjenda verða:
Karlakórinn í Fjallabyggð
Rafn Erlendsson
Guito og Steini
Landabandið
Hófí
Eva Karlotta, Ragna Dís og Fannar
Ræningjarnir
Dúó Brasil
og margir fleiri.