Styrktartónleikar fyrir Björgunarsveitina Stráka

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði halda upp á 112 daginn með styrktartónleikum í Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:00.

Miðasala fer fram á tix.is eða með að senda tölvupóst á strakar.tonleikar@gmail.com. Tónleikunum verður streymt á youtube.

Vegna breyttra aðstæðna hefur sveitin ákveðið að allir hafi aðgang að þessum glæsilegu tónleikum. Þeir leggja traust sitt á að þeir sem tök hafi á styrki sveitina með frjálsum framlögum eða kaupi aðgang að tónleikunum í miðasölu tix.is.
Upplýsingar um reikningsnúmer sveitarinnar verða í útsendingunni.
Tengill á tónleikana hér: