Styrktartónleikar björgunarsveitarinnar Stráka voru sýndir á Stöð 2 Vísi í gær og var hægt að horfa á netinu og í gegnum myndlykla. Tónleikarnir fóru fram í Siglufjarðarkirkju. Kynnar kvöldsins voru þeir Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri og Þorsteinn Sveinsson frá björgunarsveitinni Strákum. Tónlistarfólk sem kom fram voru: Ástarpungarnir, Ásta Rós Reynisdóttir, Daníel Pétur Daníelsson, Edda Björk Jónsdóttir, Rafn Erlendsson, Hólmfríður Ósk Norðfjörð, Tinna Hjaltadóttir, Guito Thomas og Magni Ásgeirsson. Hljómsveit kvöldins voru þeir: Guðmann Sveinsson, Mikael Sigurðsson, Hörður Ingi Kristjánsson og Rodrigo dos Santos Lope.
Aðrir sem komu fram voru: Ingvar Erlingsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Bryndís Guðjónsdóttir, Pálmi Georg Baldursson og Magnús Magnússon.
Tónleikanrir voru frábær eins og undanfarin ár en þetta var í fjórða skiptið sem björgunarsveitin heldur svona styrkartónleika, en þetta er orðið stærsti liðurinn í fjáröflun sveitarinnar. Björgunarsveitin safnar nú fyrir björgunarsveitarbíl en kominn er tími á að endurnýja bílaflota sveitarinnar. Inn á milli laga komu frábærar kynningar á sveitinni og búnaði hennar ásamt yfirlitsmyndum frá Siglufirði.
Hægt er að horfa á tónleikana hér.
Styrktarreikningur:
Kennitala: 551079-1209
Reikningur nr. 0348-26-2717
Netfang: gjaldkeri@strakarsar.is