Eftirfarandi mál hafa ýmist verið samþykkt eða hafnað frá Bæjarráði Fjallabyggðar vegna afgreiðslu styrkja fyrir árið 2012.

• Systrafélag Siglufjarðarkirkju.
Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr.
• Herhúsfélagið vegna Gránufélagshúss.
Erindi hafað.
• Stígamót.
Erindi hafnað.
• Kiwanisklúbburinn Súlur vegna viðhalds húsnæðis.
Erindi hafnað.
• Foreldrafélag Leikhóla.
Erindi hefur fengið afgreiðslu í fræðslunefnd.
• Björgunarsveitirnar Tindur og Strákar.
Erindi vegna búnaðarstyrks og rekstrar.
Gerð er tillaga í fjárhagsáætlun 2012 um 500 þúsund á hvora björgunarsveit.
• Félag eldri borgara í Ólafsfirði.
Erindi vegna viðhalds er hafnað.
• Siglufjarðarkirkja vegna barnastarfs.
Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr.
• Samtök um kvennaathvarf.
Erindi hafnað.
• Sambýlið Siglufirði vegna rekstrar bifreiðar.
Bæjarráð samþykkir 300 þúsund kr.