Styrkja ferðaþjónustu með 10 smáhýsum í Skarðsdal

Fyrirhugað er hjá Fjallabyggð að deiliskipuleggja svæði í Skarðsdal á Siglufirði fyrir þjónustuhús og 10 smáhýsi. Basalt arkitektar sjá um skipulagslýsingu verkefnisins fyrir framkvæmdaraðila. Markmiðið er að styrkja ferðaþjónustu á svæðinu með þessum 10 smáhýsum sem ætluð eru til útleigu.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi skipulagið. Ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir lok 1. desember nk.