Styrkir vegna fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka í Fjallabyggð

Samkvæmt reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka er bæjarstjórn Fjallabyggðar heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar,- íþrótta,- æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf.

Úthlutaðir styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka í Fjallabyggð fyrir árið 2021 nema alls kr. 3.549.408.

Fyrir Björgunarsveitirnar í Fjallabyggð þá munar mikið um þessa styrki, en félögin fá rúmlega milljón króna í styrk samanlagt. Sömu söguna er að segja um menningartengda starfsemi sem ekki eru rekin með hagnaðarsjónarmiði, þá munar um slíka styrki, sérlega þegar húsnæðið er stórt og dýrt í rekstri.