DalvíkRáðhús Dalvíkur

Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að veita fjóra styrki úr afreks- og styrktarsjóði vegna ársins 2020. Þrjár umsóknir bárust of seint og var þeim umsóknum hafnað af þeim sökum. Alls er veitt 900.000 kr. úr sjóðnum í þetta skiptið.

Þeir sem hlutu styrk í ár eru:

  • Ingvi Örn Friðriksson vegna ástundunar og árangurs í kraftlyftingum. Fær 250.000 kr. styrk.
  • Þormar Ernir vegna ástundunar og árangurs á sviði æskulýðs- og félagsmála. Fær 50.000 kr. styrk.
  • Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vegna helgarnámskeiðs hjá knattspyrnuakademíu Norðurlands. Fær 300.000 kr. styrk.
  • Skíðafélag Dalvíkur vegna uppbyggingar skíðagönguíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð. Fær 300.000 kr. styrk.

Málið var tekið fyrir á 125. fundi Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar þann 1. desember síðastliðinn.