Í lok júnímánaðar úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, 74,2 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.
Í Fjallabyggð fá eftirtaldir aðilar styrki:
Verkefnastyrkir til menningar:
– Brák Jónsdóttir – Hústaka, sem er listahátíð ungs fólks og fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. 100.000 kr.
– Þórarinn Hannesson – Margbreytilegur einfaldleiki, 100.000 kr.
– Ljóðasetur Íslands – Lifandi viðburðir á setrinu, 200.000 kr.
– Þjóðlagahátíðin á Siglufirði, 600.000 kr.
– Reitir, alþjóðlegt samvinnuverkefni skapandi fólks, 900.000 kr.
– Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, 1.000.000 kr.
Stofn- og rekstrarstyrkir til menningar:
– Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, 1.400.000 kr.
Verkefnastyrkir til atvinnuþróunnar og nýsköpunar:
Fjallabyggð ásamt Dalvíkurbyggð og Akureyrarstofu fá 3.000.000 kr. vegna tveggja verkefna; Trölli og Trölla á leið um Tröllaskagann og Arctic Circle Route.