Styrkir til Grunnskólanna í Dalvíkurbyggð

Nú nýverið fengu Árskógarskóli, Dalvíkurskóli og Fræðslusvið Dalvíkurbyggðar styrki úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Styrkir úr sjóðnum nýtast fyrst og fremst til námskeiðshalds og til að greiða laun fyrirlesara og sérfræðinga sem sjá um fræðslu starfsfólks grunnskóla.

  •  Árskógarskóli fékk styrk til að halda námskeið um Ipad og skólastarf.
  •  Dalvíkurskóli fékk styrk til að halda námskeið um fjölmenningu í skólastarfi.
  •  Fræðslusvið Dalvíkurbyggðar fékk styrk til að halda námskeið um jafnrétti, einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár.

Allir vita að það er nauðsynlegt fyrir skólafólk að sinna reglulegri endurmenntun og vera í takt við það sem er að gerast í samfélaginu. Styrkirnir mun eflaust nýtast skólunum vel á næsta ári.

Heimild: dalvik.is