Styrkir til fiskidagsins mikla á Dalvík

Árið 2012 var veittur beinn styrkur til Fiskidagsins mikla á Dalvík að upphæð kr. 3.500.000 samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar.
Styrkurinn var hækkaður um kr. 1.500.000 eftir ósk frá framkvæmdastjórn Fiskidagsins mikla.

Vegna styrks fyrir árið 2011 var gert sérstakt samkomulag við Fiskidaginn mikla um samstarf um kynningu á Dalvíkurbyggð en þá var styrkurinn hækkaður úr kr. 2.000.000 í kr. 3.800.000.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar árið 2013 er gert ráð fyrir kr. 3.500.000 í beinan styrk vegna Fiskidagins mikla.