Stuttmynd gerð á Tröllaskaga

Starfsbrautarnemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga hafa á haustönninni undirbúið gerð stuttmyndar þar sem bræðurnir frá Bakka í Svarfaðardal verða í lykilhlutverki. Handrit er tilbúið og tökur hófust á Siglufirði í gær. Á starfsbrautinni eru nemendur frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði og verður myndin tekin í öllum byggðarlögunum þremur. Hlutverk Bakkabræðra verður að tengja byggðirnar þrjár og sjá til þess að söguþráðurinn slitni ekki.

Myndin verður framlag starfsbrautar Menntaskólans á Tröllaskaga í stuttmyndakeppni starfsbrauta í framhaldsskólum.

Heimild: mtr.is