• Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að setja upp varadælu og lagfæra tæknirými við Sundlaugina á Ólafsfirði.  Áætlaður kostnaður er um kr. 600.000.- og mun fjármagn verða fært af viðhaldsfé sundlaugar.
    Megin ástæðan er tjón sem bæjarfélagið varð fyrir þegar tæknirými sundlaugarinnar fylltist af vatni.

 

  • Enn er rætt um ný upplýsingaskilti í Fjallabyggð.  Búið er að finna góða staðsetningu í Ólafsfirði fyrir þeirra skilti en enn er rætt um rétta staðsetningu á Siglufirði.  Kortin á skiltunum verða þrenns konar:
    1.  Bæjarkort með upplýsingum um gistingu, afþreyingu, heilsugæslu og fleira.
    2.  Yfirlitskort með göngu- og útivistarmöguleikum.
    3.  Auglýsingaskilti fyrir þjónustuaðila innan bæjar.                                                       Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 1.5 m.kr.

 

  • Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur lagt fram tillögu um að fá Valtý Sigurðsson lögmann til að setja upp samning við Rauðku ehf. þar sem lögð er áhersla á að lokið verði sem fyrst við heildstæðan samning sbr. erindi frá Rauðku ehf. og tengdra aðila.

 

  •  Breyta þarf strax almenningssamgöngum til Siglufjarðar, en endastöð á núverandi akstri er í Ólafsfirði.  Siglfirðingar vilja aukna þjónustu á akstursleiðum.