Sturlaugur Kristjánsson bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að tilnefna Sturlaug Kristjánsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2018. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg, fimmtudaginn 25. janúar næstkomandi.

Sturlaugur hefur meðal annars verið í hljómsveitinni Miðaldamönnum sem stofnuð var árið 1970 og í dúettinum Stúlli og Dúi. Sturlaugur er fæddur árið 1953 og er uppalinn á Siglufirði. Hann hefur starfað sem vörubílstjóri og tónlistarmaður.

Þá hefur Sturlaugur unnið sem kórstjórnandi, sett upp söngskemmtanir og leikþætti, verið burðarás í sýningum Síldarminjasafnsins til margra ára og stjórnað kór eldriborgar.