Stúlkurnar í KF/Dalvík standa sig vel á ReyCup

Sameinað lið KF/Dalvíkur í 4. flokki kvenna spilar nú á ReyCup í Laugardalnum og eru þær í B-riðli. Stelpurnar eru efstar í riðlinum eftir tvo leikdaga með tvo sigra og eitt jafntefli og ekkert tap.

Í sínum fyrsta leik gerðu þær 1-1 jafntefli við gestgjafana úr Þrótti Reykjavík. Í öðrum leik sínum unnu þær stórsigur á Fylki, 6-2 lokatölur þar. Þriðju leikurinn þeirra var svo hörku leikur gegn ÍA, en lokatölur þar urðu 2-1 fyrir KF/Dalvík. Lokaleikurinn þeirra er á morgun gegn liði FÍL.

KF/Dalvík er því með þrjú lið á mótinu, tvö í karlaflokki og eitt í kvennaflokki, eða 43 keppendur.

10561668_277083152479550_2058067478437494334_n 10403280_277083279146204_5921372800926102503_n

Team Won Draw Lost Scored Agg. Points
KF/Dalvík 2 1 0 9 4 7
ÍA 2 0 1 14 3 6
Þróttur 1 1 1 3 3 4
Fylkir 1 0 3 7 13 3
FÍL 1 0 2 5 15 3