Stuðningsmannaklúbbur KF hitar upp fyrir leikinn

Ísbjarnargengið sem er nýlega stofnaður stuðningsmannahópur fyrir KF, verður með upphitun fyrir leik KF og Gróttu í 2. deild karla í knattspyrnu nú á laugardag, á Hótel Brimnesi (50 m. frá Ólafsfjarðarvelli).  Hótelið verður opnað klukkan 12:00 þar verður hægt að fá sér kók og hamborgara og öl.

Allir stuðningsmenn KF eru hvattir til að mæta og ná upp alvöru stemmingu fyrir og á leiknum og vera þannig 12. maður KF á vellinum.  Takið endilega með ykkur vini því við ætlum að búa til alvöru stemmingu. Gróttumenn mæta dýr vitlausir í þennan leik þar sem þeir eru að berjast á hinum enda töflunar um fallsæti á meðan við ætlum okkur að berjast um að enda í öðru af tveim efstu sætum deildarinnar.

Texti: Innsent efni / Þorvaldur Þorsteinsson / KFbolti.is